Skilmálar
Skilmálar
Afhending vöru
Viðskiptavinur fær staðfestingarpóst sendan á tölvupóstfang eftir að vara er pöntuð. Pöntunin er tekin saman næsta virka dag og keyrð í gegnum dreifingarleið Íslandspóst eða í útkeyrslu á vegum Yrsa.is, afhendingartími ætti venjulega að vera 1-3 dagar. Sendum allar vörur frítt út um allt land, engin krafa um lágmarksupphæð á pöntun. Ef vara kemst inn um bréfalúgu er hún send sem óskráð bréf annars sem pakki.
Skilaréttur
Vöru má skila innan 14 daga, með framvísun kvittunar, gegn fullri endurgreiðslu.
Allir fylgihlutir þurfa að fylgja með vöru þegar vöru er skilað. Skilavara skal vera söluhæf, ónotuð og í upprunalegum umbúðum. Kaupandi greiðir sendingarkostnað fyrir vörur sem á að skila.
Ábyrgð
Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við lög um neytendakaup, en þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.
Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.
Um Yrsa.is
Vefverslunin er rekin af:
Kt: 240660-4239
Vsk númer: 24474
Sími: 6964626